Engar eignir voru til upp í rétt rúmlega fjögurra milljóna króna kröfur í þrotabú plötu- og tómstundabúðarinnar Havarí. Verslunin var starfrækt um nokkurt skeið í miðborg Reykjavíkur. Hún opnaði í september árið 2009 í Austurstræti og var samstarfsverkefni fjögurra fyrirtækja, Kimi Records, Borgin hljómplötur, Gogoyoko og Skakkapopp. Í versluninni var hægt að kaupa plötur, miða á tónleika og myndlist. Er þá fátt eitt nefnt.

Reksturinn fluttist um set til skamms. Hún var úrskurðuð gjaldþrota 2. október í fyrra.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum á þrotabúinu lauk 9. janúar síðastliðinn.