Engar eignir fundust upp í kröfur í þrotabúi fyrirtækisins Istorrent. Lýstar kröfur námu rétt tæpum fjórum milljónum króna, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Fyrirtækið hélt utan um rekstur skráaskiptisíðunnar Torrent.is. Það var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjaness 10. maí síðastliðinn og lauk skiptum á þrotabúinu í síðustu viku.

Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) fékk lögbann á skráaskiptisíðuna í nóvember árið 2007 krafðist skaðabóta. Istorrent var svo í Hæstarétti árið 2010.

Svavar Kjarrval Lúthersson, forsvarsmaður Istorrent, sagði í samtali við VB.is í vor málareksturinn hafa riðið rekstrinum að fullu og það farið í þrot enda nær allt fjármagn farið í lögfræðikostnað vegna þessa.