Viðræður um nánara samstarf og samruna Samtaka atvinnulífsins (SA), Viðskiptaráðs og annarra samtaka atvinnurekenda runnu út í sandinn rétt fyrir síðustu áramót. Ekki mun þó útilokað að viðræður verði hafnar að nýju síðar á þessu ári.

Sjö aðildarfélög SA, Viðskiptaráð, Félag atvinnurekenda, Bílagreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands tóku átt í óformlegum viðræðum og hófust formlegar viðræður á milli SA og Viðskiptaráðs í haust.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sem var annar fulltrúa SA í viðræðuhópnum, segir í samtali við Markaðinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, marga enn hafa áhugasama um breytinga á samtökum atvinnurekenda. Hann segir m.a. ástæðuna fyrir því að miklar samfélagsbreytingar hafi orðið á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan SA var stofnað. Markmiðið með sameinuðum samtökum sé að endurspegla samfélagið.