Sameiningarviðræður bandarísku flugfélaganna United Airlines og US Airways hafa runnið út í sandinn en félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sl. 5 vikur.

Í tilkynningu frá US Airways í dag kemur fram að stjórn félagsins hafi, eftir vandlega umhugsun, ákveðið að ekki væri grundvöllur fyrir sameiningu félaganna.

Um mitt ár sameinuðust önnur tvö af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, Delta Air Lines og Northwest airlines, og úr varð stærsta flugfélag heims. Með sameiningu United og US Airlines hefði næst stærsta flugfélag heims orðið til.

Félögin hafa hingað til neitað því að eiga í viðræðum um sameiningu. Líklegt er að kauphallir vestanhafs taki tilkynningu US Airways til skoðunar þar sem félagið viðurkennir nú að hafa átt í viðræðum án þess að tilkynna það en bæði félögin eru skráð á Nasdaq markaðinn.