*

fimmtudagur, 28. október 2021
Sjónvarp 3. apríl 2014 18:27

Ekki aðstæður til sölu á Landsbankaeignum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði ekki langa bið eftir afnámi gjaldeyrishafta.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

„Hið stóra efnahagslega plan felst í því að trúa á Ísland, í því að virkja þann kraft sem býr í fólkinu, landinu og miðunum, trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast, hafa aga til að takast á við góða sem slæma tíma og ráða sjálf yfir okkar auðlindum.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á Ársfundi atvinnulífsins í dag og ítrekaði að við ættum að líta til framtíðar og hætta að „tala land og þjóð niður“.

Á fundinum kynnti Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka Atvinnulífsins, tíu tillögur til að bæta samkeppnishæfni landsins og minntist hann á að heppilegt væri að selja ríkiseignir á borð við hlut ríkisins í Landsbankanum til að minnka skuldir ríkissjóðs. Sigmundur Davíð svarar því hins vegar að aðstæður til slíkrar sölu séu ekki heppilegar um þessar mundir.

Flestir fyrirlesarar ræddu um mikilvægi þess að afnema gjaldeyrishöft og er Sigmundur Davíð þar með talinn. Hann sagði að það ætti ekki að vera löng bið eftir að aðstæður myndist fyrir afnámi hafta.

VB Sjónvarp ræddi við Sigmund.