*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 27. september 2013 14:26

Ekki ákveðið hvenær Björn hættir

Heilbrigðisráðherra segir að Björn muni starfa þangað til nýr forstjóri finnst í starf hans.

Ritstjórn
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ekki hefur verið ákveðið hvenær Björn Zoega, fráfarandi forstjóri Landspítalans, lætur af störfum. Þetta segir í yfirlýsingu sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sendi frá sér nú síðdegis. Björn tilkynnti um starfslok sín í dag. Kristján Þór Júlíusson fundar þessa stundina með forstöðumönnum þeirra stofnana sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið um fjárlög fyrir næsta ár. 

Björn hefur gegnt embætti forstjóra Landspítala í fjögur ár. Hann var skipaður forstjóri Landspítala í september 2010 en hafði áður verið starfandi forstjóri frá 15. september 2009 meðan þáverandi forstjóri var í starfsleyfi. 

Kristján Þór segir að skipaður verði starfandi forstjóri þar til ráðið verður á ný í embættið að undangenginni auglýsingu og hefðbundnu ráðningarferli samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Björn mun verða starfandi forstjóra til aðstoðar á næstu vikum eftir þörfum. 

Í yfirlýsingu sem Björn birti á vef Landspítalans segir að nauðsynleg uppbygging á Landspítalanum sé ekki í augsýn. 

Stikkorð: Björn Zoega