Ákvörðun Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, að segja af sér eftir að nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar hans verður samþykkt á næsta ári hefur verið lagt fram hefur ekki vakið kátínu í röðum fjárfesta þar í landi. Þvert á móti. Aðalvísitalan þar á hlutabréfamarkaði hefur það sem af er degi fallið um 2,3%.

Álag á erlendar skuldir ríkisins fóru sömuleiðis úr 4,54% á föstudag í 4,79%. Þá bætir ekki úr skák að Silvio Berlusconi, sem skildi við Ítalíu í efnahagslegri rúst þegar hann hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra fyrir rúmu ár, boðaði endurkomu sína.

Monti segir í samtali við ítalska dagblaðið La Repubblica í dag að hann hafi áhyggjur af horfum í ítölsku efnahagslífi. Monti var skipaður í embættið eftir brottrekstur Berlusconi og er ríkisstjórn hans skipuð sérfræðingum, sem áttu að koma Ítalíu á réttan kjöl í fjármálum.