Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að ekki séu bein tengsl milli gagnrýni aðila á borð við Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á störf bankans og ákvörðunar um að auglýsa að nýju stöðu seðlabankastjóra. Hann lýsti þessari skoðun í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hann ítrekaði að ekkert væri útilokað að hann sækti um embættið að nýju.

„Ég hef sagt að ég sé tilbúinn til þess að fara inn í nýtt tímabil. Mér finnst eiginlega eins og ég sé í miðri á varðandi ýmislegt sem núna er að skila ýmsum árangri,“ sagði Már í Kastjósinu. Benti Már meðal annars á það að peningastefnan væri að skila árangri. Mikið af sínum tíma hefði líka farið í það

Már sagði að það hefði komið mjög skýrt fram í yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar hann kynnti ákvörðun um að auglýsa stöðuna að nýju að ákvörðunin væri ekki neitt vantraust á sig og að það ætti ekki að draga úr sjálfstæði Seðlabankans.