Flugur listafélag sker sig úr á meðal framúrskarandi fyrirtækja þetta árið fyrir það að vera eina félagið á listanum sem gengur samtímis út á fatahönnun og tónlistarútgáfu.

Félagið, sem er í eigu hjónanna Jóels Pálssonar og Bergþóru Guðnadóttur, var upphaflega stofnað fyrir plötuútgáfu Jóels en hann er þekktur saxófónleikari hér á landi sem og utan landsteinana. Þegar hjónin stofnuðu hönnunarfyrirtækið vinsæla Farmers Market fór starfsemi þess félags undir Flugur listafélag.

„Það er enn einhver tónlistarstarfsemi innan þessa fyrirtækis en ég verð að viðurkenna að það er ansi lítill hluti miðað við hitt,“ segir Jóel. „Upphaflega vantaði mig bara vsk. númer fyrir plötuútgáfu og þegar ég er að spila einhvers staðar. Þannig að þegar ég spila þá renna tekjurnar af því inn í þetta félag. Annars eru þetta bara við tvö sem erum á bak við þetta.“

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .