*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 12. mars 2016 18:02

Ekki beint flug til Akureyrar

Hætt hefur verið við beint flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar en áfram er þó unnið að markaðssetningu Akureyrarflugvallar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic hugðist standa fyrir beinu flugi frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar en nú er ljóst að ekkert verður úr þeim áformum. Vefurinn Túristi greinir frá þessu. Áfram er samt unnið að því að koma á áætlunarferðum frá Akureyri til útlanda en millilandaflug frá þessum þriðja stærsta flugvelli landsins hefur síðustu ár takmarkast við óreglulegt leiguflug.

Í haust skilaði nefnd á vegum forsætisráðuneytisins tillögum að því hvernig hægt væri að efla millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum. Niðurstaðan var meðal annars sú að hægt væri að efla flug með því að veita markaðsstyrki og fella niður í flugvallargjöld til nokkurra ára. Á vef Túrista segir að nánari útlistanir á því hvernig að staðið verður að veitingu þessara styrkja liggi ekki fyrir.

Stikkorð: Ferðaþjónusta Akureyri flug