Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilu Bandalags háskólamanna (BHM) við ríkið og bendir allt til þess að málið verði leyst í gerðardómi sem skipaður verður þann 1. júlí næstkomandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið .

Þórunn segir að það sé í verkahring Ríkissáttasemjara að boða samningafundi eftir að deilum hefur verið vísað þangað, en það sé nú mat sáttasemjara að ekki sé ástæða til að boða fund fyrir 1. júlí.

Í lögum sem sett voru á verkfallið er kveðið á um að Hæstiréttur Íslands tilnefni þrjá í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM.