*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 1. júní 2011 17:50

Ekki búið að ganga frá sölu á Iceland Seafood

Félag í eigu Marks Holyoake hefur enn ekki fengið afhent þá hluti í ISI sem það hefur samið um að kaupa.

Ritstjórn

Félag í eigu Marks Holyoake, International Seafood Holdings SARL, hefur enn ekki fengið afhent þá hluti í Iceland Seafood International (ISI) sem það hefur samið um að kaupa. Mark Holyoake sagði í tölvupósti til Viðskiptablaðsins að verið sé að ganga frá viðskiptunum en enn á eftir að ganga frá greiðslu fyrir hlutina.

Félag Holyoake samdi um kaup á 73,1% hlut Kjalars ehf., félags í eigu Ólafs Ólafssonar, í ISI í janúar í fyrra en hefur ekki fengið hlutabréfin afhent. Þau verða afhent þegar fullnaðargreiðsla liggur fyrir. Samhliða kaupunum var samið um að aðrir hluthafar myndu selja Holyoake sína hluti í fyrirtækinu. Holyoake hefur þegar greitt þorra þeirrar upphæðar sem samið var um að hann greiddi fyrir ISI.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is