„Það er ekki búið að ganga frá þessu láni,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags um starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Greiðslur hafa hvorki verið inntar af hendi af hálfu lífeyrissjóða og annarra fjárfesta til Landsbankans né frá Landsbankanum til Hörpu vegna skuldabréfaútgáfu Hörpu sem bankinn annast.

Áður hefur komið fram að skuldabréfaútgáfan upp á 18 milljarða króna er ætlað að endurfjármagna sambankalán Hörpusem tekið var fyrir tveimur árum. Landsbankinn sölutryggir útgáfuna. Lífeyrissjóðir, sem hafa gefið vilyrði fyrir þátttöku í útgáfunni, bíða eftir fullgerðri skráningarlýsingu áður en greiðslur verða inntar af hendi.

Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá skuldabréfaútgáfunni síðar í mánuðinum. Áður var gert ráð fyrir að af því yrði í júní.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • SMÁÍS gegn Sky-áskriftum
  • Gengi bréfa CCP á bilinu 18-20 dalir á hlut
  • Uppfært mat á gengi Icelandair Group
  • Vilja fimm milljónir í skaðabætur frá ríkinu
  • Mikill samdráttur hjá þeim tekjuhæstu
  • Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, í ítarlegu viðtali
  • Allt um Reykjavíkurmaraþonið
  • Auglýsingar í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum
  • Óðinn fjallar um fimm ára afmæli kreppunnar
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar að þessu sinni um kosningaskjálfta þingmanna
  • Nærmynd af skattakónginum Þorsteini Hjaltested
  • Og margt, margt fleira.