„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að segja Gunnari upp störfum og ég veit ekki hvort sú ákvörðun verði tekin,“ segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins í samtali við Fréttablaðið. Málið hafi ratað inn í opinbera umræðu áður en því ferli hafi verið lokið sem sé miður.

Gunnari Andersen, forstjóra FME var sagt upp störfum fyrir helgi en Gunnar hefur frest þar til í dag til að koma með andmæli gegn því sem stendur í nýrri skýrslu um hæfi hans.