*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 19. október 2014 11:48

Ekki búið að yfirheyra starfsmenn skipafélaganna

Rannsókn á meintu ólögmætu samráði skipaflutningafélaganna er skammt á veg komin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rannsókn á meintu ólögmætu samráði skipaflutningafélaganna er skammt á veg komin. 11 starfsmenn sem hafa verið kærðir vegna hinnar meintu brota hafa ekki verið yfirheyrðir, að því er segir á fréttavef DV.

Meðal ákærðu eru Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa, Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa og Ásbjörn Gylfason, fyrrverandi forstjóri sama félags.

Samskip og Eimskip eru grunuð um að hafa haft ólögmætt samráð á flutningum til og frá Íslandi. Miklir hagsmunir eru í húfi, eins og gefur að skilja, þar sem Ísland er eyja og skipafélögin tvö nær allsráðandi á flutningamarkaði.