*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 20. júlí 2017 08:33

Ekki eins spennandi án Lyfju

Gengi Haga er enn töluvert undir verðmati Haga, jafnvel ef horft er á félagið án tilkomu Lyfju og Olís.

Ritstjórn

Eftir ákvörðun Samkeppnisstofnunar um að hafna kaupum Haga á Lyfju er ljóst að Hagar séu ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. Segir hann að sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga, auk umtalsverðra væntra samleggðaráhrifa að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Samkvæmt Capacent eru Hagar þó enn vanmetið, en fyrirtækið verðmetur félagið án Olís og Lyfju á 48,6 krónur á hlut, en með báðum fyrirtækjunum var matið 52,4 krónur á hlut. Eftir lokun markaða í gær var gengi félagsins hins vegar 39,05 krónur á hlut. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun telur sérfræðingur í samkeppnisrétti ólíklegt að sameiningunni við Olís verði hafnað.

„Við erum hins vegar ekkert að draga fjöður yfir það að Hagar eru ekki eins spennandi fjárfestingar kostur og áður, en Lyfja félli vel að rekstri Haga,“ segir Snorri.