*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2011 09:08

Ekki er vitað hvað verður um skilanefndarfólk um áramót

Skilanefndir föllnu bankanna verða lagðar niður um áramótin og völd þeirra flytjast til slitastjórna.

Hallgrímur Oddsson
Haraldur Jónasson

Ekki er víst hvort þeir sem sitja í skilanefndum föllnu bankanna muni starfa áfram, eftir að skilanefndirnar verða lagðar niður um næstu áramót, eins og lög frá síðasta sumri kveða á um. Slitastjórnir munu þá taka við verkefnum nefndanna og yfirstjórnum þrotabúanna mun því fækka.

Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi og Landsbankanum (LBI) mun tilfærsla verkefna hafa lítil áhrif á almenna starfsemi þrotabúanna. Innan þrotabúanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og LBI, liggur þó ekki nákvæmlega fyrir hvernig breytingin verður útfærð, sérstaklega er varðar hlutverk núverandi skilanefndarmanna.

Nánar er fjallað um skilanefndirnar í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.