Alls eru 3.387 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í dag, sem er um 18% fækkun frá sama tíma í fyrra samkvæmt nýjustu talningu Samtaka iðnaðarins (SI) . Íbúðum í byggingum á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fækkað samfellt frá því í mars 2019 hafa ekki verið færri síðan í byrjun árs 2017.

Í Reykjavík eru nú 1.898 íbúðir í byggingu og nemur samdrátturinn á milli ára 24%, eða um 601 íbúð. Samdrátturinn mælist 10% í Kópavogi þar sem nú eru 646 íbúðir í byggingu samanborið við 721 í september 2020.

Íbúðum á fyrstu byggingarstigum, þ.e fram að fokheldu, tók að fækka á árinu 2018 og voru þær sögulega fáar á árinu 2020. Fyrir vikið eru nú mjög fáar íbúðir á seinni byggingarstigum, að því er kemur fram í greiningu SI.

Bent er þó að fjöldi íbúða í byggingu að fokheldu eykst um 47% á milli ára og eru nú 1.704 talsins. „Verður það að teljast jákvætt þar sem íbúðum í byggingu að fokheldu hefur farið fækkandi á milli talninga síðustu 2 ár.“