Þetta er vissulega breyting fyrir okkur [innsk. blm. í slitastjórn], en hins vegar munu hvorki kröfuhafar né starfsfólk Glitnis finna fyrir breytingum,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Hún ásamt Páli Eiríkssyni hdl. skipa slitastjórn bankans, sem tekur við hlutverkum skilanefndarinnar um áramótin. Endalok skilanefnda eru til komin vegna lagabreytinga sem samþykkt voru í sumar. Þá var frumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, samþykkt. Meðal þess sem kveðið er á um þar er að verkefni skilanefnda föllnu bankanna færist til slitastjórna og nefndirnar leggist í kjölfarið af.

Samkvæmt lögunum verður heimilt að fjölga slitastjórnarmönnum í allt að fimm. Að sögn Steinunnar er hjá Glitni ekki talin ástæða til að fjölga í stjórninni. Af samtölum Viðskiptablaðsins við nokkra þeirra sem sitja í skilanefndum, og fjallað var um nýlega á síðum blaðsins, má skynja að sama sé uppi á teningnum innan annarra banka. Meiri líkur en minni eru á að skilanefndarmenn færist ekki yfir í slitastjórn. Völd slitastjórnarmanna og hlutverk munu því óhjákvæmilega aukast við breytingarnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.