Breskir neytendur keyptu fleiri nýja bíla árið 2014 en nokkurt annað ár áratuginn á undan. Ódýrir fjármögnunarsamningar og batnandi efnahagur hefur áhrif á þetta. 2,48 milljónir nýrra bíla voru seldar um allt Bretland, 9,3% meira en 2013, og meira en búist hafði verið við.

Bílaframleiðendur segja ástandið nú orðið eins og fyrir kreppu og að uppbyggð eftirspurn frá kreppuárunum ásamt trú á efnahag landsins hafi valdið aukinni eftirspurn eftir nýjum bílum. Hins vegar er búist við því að aftur hægist á kaupum á nýjum bílum á þessu ári.

Þá jókst sala á bílum sem eru knúnir áfram með öðru en bensíni um 58% á síðasta ári.