Fæðingatíðni hefur ekki verið eins há í Bretlandi í 40 ár og hún var á tímabilinu júní 2011 fram í júní 2012. Þá fæddust liðlega 813 þúsund börn, samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands.

Íbúum í Bretlandi fjölgaði um tæplega 420 þúsund og fóru þeir í 63,7 milljónir manna. Þetta er meiri fjölgun en í nokkru öðru Evrópusambandsríki. 2/3 hluta fjölgunarinnar má rekja til þess að það voru fleiri sem fæddust en þeir sem létust. Hinn þriðjunginn má hins vegar rekja til aðfluttra Breta.

Mest fjölgaði íbúum í Lundúnum, að því er fram kemur í Financial Times , en sumstaðar stóð fjöldi íbúa í stað.