*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 31. maí 2018 15:02

Ekki frekari lækkanir í kortunum

Kjartan Hallgeirsson, formaður félags fasteignasala, segir að húsnæðismarkaðurinn hafi náð jafnvægi á þessu ári.

Ritstjórn
Kjartan Hallgeirsson, formaður félags fasteignasala.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið greindi frá í gær að verð á íbúðarhúsnæði hafi lækkað milli mánaða. Á síðasta ári urðu töluverðar hækkanir á markaðnum líkt og greint var frá í fyrra. 

„Húsnæðismarkaðurinn náði jafnvægi í upphafi þessa árs og síðan þá hefur hann verið að dansa á línunni."  segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags fasteignasala. „Þetta eru ekki miklar hækkanir og ekki miklar lækkanir. Þannig við erum síðustu mánuði búin að vera í jafnvægisumhverfi sem er ekki slæmt í sjálfu sér."

Hann segir að fasteignasalar eigi ekki von á neinum hástökkum á næstunni og geri ráð fyrir að þessi lækkun sem hefur verið milli mánaða haldi líklega ekki áfram. Hann segir það vera jákvætt fyrir heildarmarkaðinn þar sem vextir eru lágir og verðbólga er lág.

Framboð hefur aukist á markaðnum

„Við sjáum að framboð hefur aukist, sem er kostur. Það getur vel verið að það muni aukast enn frekar þar sem allir stærstu flokkarnir lofuðu auknu lóðaframboði. Það sem hefur gerst er að verð á fjölbýli hefur staðið í stað og örlítil lækkun á sérbýlunum. Af nýbyggingu er hlutfallslega verið að byggja lítið af sérbýlum og sérbýli eru mjög eftirsótt á Íslandi. Ég á ekki von á stórkostlegum lækkunum, það er ekki mín upplifun. Það var töluverð hækkun á síðasta ári og auðvitað getur alltaf eitthvað gefið eftir." segir hann

Leiguverð mun líklega lækka

Verð á leiguhúsnæði mun væntanlega lækka með auknu framboði. Einhver aukning á húsnæði á leigumarkaðnum er framundan. Tvö stærstu leigumarkaðnum eru með eignir sem eru ekki komnar á leigu.

Aðspurður hvort hann telji það vera nægilega mikla aukningu þannig að áhrifin verði veruleg segir hann að erfitt sé að segja til um það.

Hann bætir að lokum við að hertari reglur er varða Airbnb geti jafnframt skilað meira af leiguhúsnæði inn á markaðinn.