Um áramótin tók Guðmundur Ingi Ásmundsson við starfi forstjóra Landsnets en Þórð­ur Guðmundsson hafði sinnt starfinu frá stofnun þess. Fyrirtækið fagnar í ár 10 ára afmæli sínu en óhætt er að segja að verkefnin og tækifærin fram und­an hafi sjaldan verið fleiri: styrking raforkukerfisins, breytingar úr loftlínum í jarðstrengi og hugsan­leg verkefni tengd sæstreng.

Nú hafa komið upp hugmyndir, meðal annars frá Steingrími J. Sigfússyni, að selja Landsnet úr eigu Landsvirkjunar sem er meirihlutaeigandi. Hvernig líst þér á þessar hugmyndir?

„Við fylgjum Evrópuregluverk­inu og þar er meginstefnan sú að landsnet landanna séu sjálfstæð og óháð hagsmunaaðilum. Eins og staðan er núna erum við í eigu framleiðslufyrirtækja og þeirra sem eru að selja orku sem eru bein­ir hagsmunaaðilar. Í því ljósi eru settar mjög strangar reglur um hvernig þau samskipti eiga að vera. Hingað til hefur það ekki háð okk­ur en það er hins vegar ekki fyr­irkomulag til framtíðar. Nýlega var umræða á vettvangi stjórn­valda um að breyta þessu. Í grund­vallaratriðum eru tvær leiðir. Að Landsnet verði í hreinni eign rík­isins eða hin leiðin, að fyrirtækið verði alltaf í meirihlutaeigu rík­isins. Þetta eru tvær leiðir sem eru færar og við höfum ekki neina sér­staka skoðun á því.“

Myndi reksturinn breytast við breytt eignarhald?

„Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur sem fyrirtæki er að hafa eig­endur sem vilja byggja fyrirtækið upp og hafa áhuga á því.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .