*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 17. nóvember 2011 17:30

Ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna ábyrgða

Sérfræðingar Moody‘s benda á að eiginfjárstaða Íbúðalánasjóðs sé enn veik.

Ritstjórn

Í skýrslu sinni um Ísland tína sérfræðingar Moody‘s til þrjú áhættuatriði sem gætu haft veruleg áhrif á forsendur fjárlaga. Auk óvissu sem þeir telja vera um þann hagvöxt sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir nefna þeir að í núverandi fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir að ríkið þurfi að taka á sig frekari útgjöld eins og í fyrra þegar auka þurti eigið fé Íbúðalánasjóðs. Þeir benda á að eiginfjárstaða sjóðsins sé enn fremur veik og eins að heildarábyrgðir ríkisins vegna opinberra fyrirtækja og stofnana (fyrst og fremst Íbúðalánsjóður og Landsvirkjun) nemi um 1.335 milljörðum króna eða um það bil 80% af landsframleiðslu Íslands.

Stikkorð: Moody's