*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 1. desember 2011 13:03

Ekki hægt að bóka flug til New York

„Ég er ekki að fara að segja þér neitt fyrr en við höfum ákveðið þetta,“ segir upplýsingafulltrúi IE í samtali við Viðskiptablaðið.

Gísli Freyr Valdórsson

Ekki er hægt að panta flug til New York með Iceland Express næsta sumar. Þrátt fyrir að aðrir áfangastaðir séu nú komnir inn í bókunarkerfið á vef félagsins er enn ekki hægt að bóka flug til New York.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá nýlega lagði félagið niður flug til New York til loka mars. Þá stóð til að halda áfram flugi til New York næsta sumar.

Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

„Ég er ekki að fara að segja þér neitt fyrr en við höfum ákveðið þetta,“ sagði Heimir Már við blaðamann Viðskiptablaðsins, aðspurður um það hvort félagið væri alfarið hætt flugi til New York.