Nokkur gagnrýni hefur verið á það að upplýsingar um endurútreikninga á gengistryggðum lánum Haga skyldu ekki vera birtar fyrr en eftir að útboðinu í Högum lauk og fjölluðu til að mynda bæði Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um málið. Fram hefur komið að ætla megi að óbreyttu að hagnaður á yfirstandandi rekstrarári Haga geti aukist um 500 milljónir eða um 25% vegna umræddra endurútreikninga sem ekki voru á vitorði almennra fjárfesta.

Gengi bréfa Haga hefur enda hækkað um sama hlutfall eða 25% frá útboðsgenginu, eða úr 13,5 krónur á hlut í 16,8 krónur á hlut. Hægt að setja fram ábendingar Viðskiptablaðið sendi fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins þar sem spurt var hvort komið hefði fram kæra vegna útboðsins en fékk þau svör að ekki sé hægt að kæra til Fjármálaeftirlitsins það sem mönnum kunni að finnast aðfinnsluvert í starfsemi eftirlitsskylds aðila og fá svo afhenta niðurstöðu.

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.