Ef rýnt er í verðbólguspá Seðlabanka Íslands sem birt var í gær kemur fram að þrátt fyrir að stýrivextir fari upp í 18,5% undir lok þessa árs mun verðbólga samt sem áður vera í kringum 11% fram á annan ársfjórðung 2007, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Með öðrum orðum er ekki hægt að stoppa þá verðbólgu sem nú er í pípunum. Því má spyrja sig hvaða gagn sé af því að keyra stýrivexti upp með hraði nú. Hærri stýrivextir skapa hraðari aðlögun í átt að verðbólgumarkmiði og draga úr verðbólguvæntingum. Á móti kemur skapast aukin hætta á harðri lendingu í hagkerfinu," segir greiningardeildin.