*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 26. júní 2015 07:35

Ekki hróflað við flugvellinum þar til nýr verði byggður

Flugmenn eru missáttir við tillögur Rögnunefndarinnar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Ritstjórn

Stýrihópur um málefni Reykjavíkurflugvallar, sem nefndur hefur verið Rögnunefndin, skilaði skýrslu sinni um valkosti á nýjum innlandsflugvelli í gær. Friðrik Pálsson, annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir í samtali við Morgunblaðið að samtökin séu ánægð með niðurstöður hópsins um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Friðrik vekur þar athygli á tillögu nefndarinnar að leitað verði samkomulags um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur að öðrum flugvelli og eftir atvikum framkvæmdir fari fram. Hann segir Hjartað í Vatnsmýri hafa krafist þess að Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri yrði í óbreyttri mynd, þar til annar flötur yrði kominn á innanlandsflugið. 

„Ég skil það [niðurstöður nefndarinnar] þannig að það sé í höndum ráðherra og borgarinnar að tryggja að svo verði, völlurinn fái að vera þar í friði þar til önnur lausn verði fundin og byggð,“ segir Friðrik við Morgunblaðið.

Stýrihópurinn segir Hvassahraun besta kostinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Reynir Einarsson, yfirkennari hjá Flugskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að flugvöllur í hrauni sé hættulegur. Ryðja þurfi gríðarstór öryggissvæði sem hann segir að gangi illa upp.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is