Á fundi Viðskiptaráð Íslands fyrr í dag  vakti mesta athygli að Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Viðskiptanefndar, lýsti því yfir að hún teldi það ekki spurning hvort Ísland myndi ganga í Evrópusambandið heldur hvenær! Hún sagði að þegar það yrði þá væri mjög mikilvægt að þjóðin væri vel upplýst um kosti þess og galla að vera í alþjóðlegum samstarfi eins og ESB.

Ítarlega verður fjallað um fundinn í Viðskiptablaðinu á morgun.

Yfirskrift fundarins var "Viðskiptastefna ESB - eitthvað fyrir Ísland?" og var hann haldinn í samstarfi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi.


Framsögumenn voru Aðalsteinn Leifsson forstöðumaður MBA náms við Háskólann í Reykjavík, Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Paolo Garzotti aðstoðardeildarstjóri hjá stjórnarskrifstofu utanríkisviðskipta framkvæmdastjórnar ESB. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra flytja opnunarerindi.

Mikill evrópuandi sveif yfir vötnunum en eftir að erindum lauk sátu framsögumenn ásamt Percy Westerlund sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi fyrir svörum fundargesta.