Jómfrúarflug hins akureyska flugfélags Niceair er í dag, þegar að vélin Súlur leggur til Kaupmannahafnar. Flugfélagið mun fljúga til London, Kaupmannahafnar og Tenerife til að byrja með, uppselt er í fyrsta flugið og sumarið er það meira og minna líka.

„Mikil eftirvænting er á svæðinu að fá fleiri ferðamenn til norðurlands, en uppistaðan af traffíkinni í sumar verður heimafólk á leiðinni út og svo Íslendingar erlendis sem eru að koma heim,” segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Niceair. Hann segir að í október bætist Manchester við sem nýr áfangastaður, og sennilegt næsta skref verði flug til Þýskaland fyrir sumarið 2023. Hann leggur þó megináherslu á það að Niceair fer varlega af stað, það skipti höfuðmáli að fylla vélarnar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði