„Ég hef fyrir löngu gefist upp á því að reyna að skilgreina búðina á nokkurn hátt,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus. Verslunin hefur fyrir löngu náð að skipa sérstakan sess í íslensku verslunarlífi og þá sérstaklega meðal hóps sem lengi var afskiptur, en hefur ekki aðeins náð að troða einni tá í menningarstrauminn heldur þykir m.a.s. svolítið svalur. Í síðustu viku flutti Nexus frá Hverfisgötunni í nýtt húsnæði í Nóatúni 17.

„Fólk kallar Nexus myndasögubúð, spilabúð og nördabúð, en Nexus er bara Nexus. Skemmtilegast þykir mér þegar ég heyri krakka tala um að þau hafi séð „svona Nexusbúð“ í erlendri stórborg,“ segir hann.

Rætt er við Gísla um Nexus í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .