Fjármálaráðherra Bretlands hefur samþykkt, að beiðni stjórnenda Northern Rock, að stjórnvöld muni ábyrgjast allt hugsanlegt tap fjármálastofnana sem hafa lánað bankanum fjármuni, í því augnamiði að tryggja að Northern Rock geti haldið úti eðlilegri bankastarfsemi. Gengi bréfa í Northern Rock, sem sérhæfir sig í fasteignalánaveitingum, hækkuðu um 4% í kjölfar ákvörðunarinnar.

Nánar er fjallað um mál Northern Rock í Viðskiptablaðinu.