*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 19. júlí 2018 18:01

Ekki langur aðdragandi að kaupum á Eimskip

„Við munum styðja áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi Eimskips í góðu samstarfi við aðra hluthafa."

Ritstjórn
Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun, þá hefur Samherji fest kaup á 25,3% hlut í Eimskip. 

Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, segir að aðdragandi kaupannahafi ekki verið langur. „Eimskip er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum og hefur veitt viðskiptavinum sínum góða þjónustu sem byggir á rekstri öflugs skipaflota í Norður-Atlantshafi. Við höfum áhuga á þessum rekstri enda þekkjum við vel til reksturs skipa og mikilvægi flutninga í alþjóðlegu umhverfi. Aðdragandi viðskiptanna var ekki langur og í upphafi viðræðanna þekktum við til starfseminnar þar sem Eimskip og Samherji hafa starfað á svipuðum svæðum í gegnum árin. Við munum styðja áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi Eimskips í góðu samstarfi við aðra hluthafa".

Hann segir einnig að kaupin hafi verið tilkynnt til viðeigandi eftirlitsaðila. „Samkvæmt verðbréfaviðskiptalögum var útgefanda hlutabréfanna og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um viðskiptin" segir Baldvin.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is