Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri eTactica og fyrrverandi forstjóri N1, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé að taka við framkvæmdastjórastarfinu hjá Samtökum iðnaðarins. Á vef Hringbrautar í gær birtist frétt þar sem fullyrt var að hann myndi taka við af Almari Guðmundssyni, sem hætti störfum í gær. Frétt Hringbrautar var fjarlægð af vefnum í gærkvöld.

Spurður hvor eitthvað væri til í frétt Hringbrautar svaraði Eggert Benedikt: „Nei, ég veit ekki til þess."

Í frétt Hringbrautar var enn fremur sagt að forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi hefðu reynt að tryggja Sigurður Kári Kristjánssyni, lögfræðingi og fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, starfið. Sigurður Kári vísaði þessum fregnum alfarið á bug í samtali við Viðskiptablaðið.

Viðskiptablaðið hefur í dag reynt að ná sambandi við Almar Guðmundsson og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, stjórnarformann SI, en þau hafa ekki svarað síma.

Hér má sjá skjáskot af frétt Hringbrautar:

Hringbraut mynd 5
Hringbraut mynd 5