Ekki er lengur hægt að kaupa iPhone -farsíma í verslunum símafyrirtækjanna. Ástæðan er sú að Apple hætti framleiðslu á símunum í fyrra þegar iPhone 5S kom á markað, að sögn Gunnhildar Ástu Guðmundsdóttur á samskiptasviði Vodafone. Sömu svör var að fá hjá Nova og Símanum.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag að Apple hætti að selja iPhone 5-síma vegna þess að nýrri símar eru með A7 flögu sem er tíu sinnum öflugri og hraðari en í iPhone 5. Auk þess býður 5S upp á að nota fingrafar sem lykiorð til að aflæsa símanum og kaupa vörur á iTunes App Store.

Þrátt fyrir þetta er enn hægt að kaupa iPhone 4S þótt iPhone 5S sé nýrri og öflugri. Á móti er hætt að selja iPhone 4.

Þá er síminn líka í fleiri litum, aðeins léttari en iPhone 5 og vinnur með ýmis forrit.