Baugur Group, Milestone og Þáttur eru sammála um að fella úr gildi samkomulag sem félögin gerðu með sér 14. desember sem miðaði að samstarfi þeirra um fjárfestingar í Glitni (þá Íslandsbanka) og Sjóva, að því er fram kemur í tilkynningu.

Er það gert vegna þess að umtalsverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi á hlutabréfum í Glitni á liðnu ári.

Eftir ógildingu samningsins mun eignarhlutur fjárhagslega tengdra aðila Milestone í Glitni lækka um krónur 200.000.000 að nafnverði, segir í tilkynningu.