Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hagvöxtur í Japan 2,2% á ársgrundvelli, sem er verulega undir væntingum, en gert hafði verið ráð fyrir 3,7% hagvexti, að því er segir í frétt BBC. Ef miðað er við þriðja fjórðung síðasta árs óx landsframleiðla í Japan um 0,6%, en gert hafði verið ráð fyrir 0,9% vexti.

Síðustu tvo fjórðunga þar á undan hafði hagkerfi Japans skroppið saman og var því tæknilega kreppa í Japan á þeim tíma.

Hagtölur eru sagðar bera vott um viðkvæman efnahagsbata, enda sé eftirspurn neytenda ekki mikil. Einkaneysla jókst aðeins um 0,3% á fjórðungnum, en spáð hafði verið 0,7% aukningu einkaneyslu.