Persónuvernd hefur í þriðja skipti synjað fyrirtækinu Lánstrausti um leyfi til að safna og miðla upplýsingum um greiðsluhegðun einstaklinga.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Þar kemur fram að fyrirtækið hugðist safna upplýsingum um kröfur á hendur einstaklingum, sem ekki áttu að verða þess varir, um gjalddaga, eindaga og hvenær fólk borgar skuldir sínar.

Með þessu átti að reikna út meðalgreiðslutíma hjá hverjum einstaklingi, búa til gagnabanka með þeim upplýsingum og selja öðrum fyrirtækjum aðgang að þeim.