Gert er ráð fyrir því að FL Group leggi 6,7 milljarða í hið sameinaða félag Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE) á genginu 2,77. Atorka leggi til fimm milljarða á sama gengi, það er 2,77 og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, einn milljarð á þessu gengi - til viðbótar við þær fimm hundruð milljónir sem hann lagði inn í REI fyrr í haust á genginu 1,3. Þetta kemur fram í samrunaáætlun sem kynnt var á fundi eigenda og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku. Í henni er enn fremur gert ráð fyrir því að OR leggi inn í hið sameinaða félag um 16,5% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja og er sá hlutur í áætluninni metinn á um 8,6 milljarða og er á genginu 2,77.

Arna Schram fjallar nánar um þetta mál í Viðskiptablaðinu í dag.