Ekki er búið að ákveða hvenær Íbúðalánasjóði verður lagt til aukafé, sem sjóðurinn þarf á að halda til að ná lögbundnu lágmarki um eiginfjárhlutfall.

Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir í samtali við Viðskiptablaðið að verið sé að vinna að því að meta endanlega fjárþörf sjóðsins.

Ekki sé hægt að segja til um hvenær eigið fé sjóðsins verður aukið fyrr en þetta mat liggi fyrir. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum var eiginfjárhlutfall sjóðsins 2,3% í árslok 2011, en samkvæmt reglugerð á það að vera yfir 5%.