Ekki liggur fyrir fyrr en í fyrsta lagi í ágúst hver verður sendiherra Íslands í Kanada í stað Markúsar Arnar Antonssonar. Þá verða gerðar reglubundnar breytingar hjá utanríkisþjónustunni, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuheytisins.

Forsætisráðherra hefur flutt Markús Örn úr starfi sendiherra í Kanada með samþykki utanríkisráðuneytisins og skipað hann í embætti forstöðumanns Þjóðmenningarhúss frá og með 1. september nk.