Álagning á nammibörum er allt að 300% í þeim verslunum sem Viðskiptablaðið skoðaði en heildarframboð sælgætis á landinu er 6000 tonn á ári. Steinar B. Aðalbjörnsson segir hugmyndina um að stýra neyslu sælgætis inn á laugardaga til að vernda tennurnar hafa breyst mikið og nú sé nauðsynlegt að reyna að stilla neyslunni í hóf.

Nánar má lesa um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins og á vef blaðsins.