Embætttismenn í bandaríska orkugeiranum áætla að olíulindir og gaslindir hafi aukist meira árið 2010 en í þrjá áratugi þar á undan.

Upplýsingamiðstöð orkumála (EIA) segir í ársskýrslu sinni að hráolíulindir hafi aukist um 13% og gaslindir um 12%.

Aldrei hafa áætlaðar lindir aukist meira milli ára frá 1977. Því telja sérfræðingar stofnunarinnar að Bandaríkjamenn geti fullnægt orkuþörf sinni í meira mæli sjálfir.

Forsendur áætlunarinnar eru núverandi tækni og efnahagsskilyrði. Hærra olíuverð árið 2010 gerði möguegt að bora flóknari og dýrari holur.

EIA áætlar að olíulindir Bandaríkjamanna hafi verið 25,2 milljaðrar tunna í árslok 2010,en 22,3 milljarðar árið áður.

Núverandi orkuþörf Bandaríkjanna eru 7 milljarðar tunna á ári.