„Við höfum ekki orðið vör við að það sé minna að gera nú vegna meistaramánaðar,“ segir Barbara Kristín Kristjánsdóttir, starfsmanna- og gæðastjóri KFC.

Nú í meistaramánuði eru fjölmargir í átaki að hreyfa sig og borða minna fitandi mat. Barbara Kristín segir að september og október séu alltaf öflugir mánuðir hjá þeim á KFC.

„Fólk er komið aftur til vinnu og skólarnir eru byrjaðir svo það er nóg að gera. Síðan má ekki gleyma því að við erum með ferska hágæða kjötvöru frá íslenskum kjötbændum. Þegar þú kaupir til dæmis Twister hjá okkur ertu að fá hágæða lundir og ferskt grænmeti. Sala almennt hjá KFC er góð og einnig finnum fyrir því að sala á stökum réttum hefur aukist og þá eru kannski bara einhverjir að sleppa frönskum og sósu.“ segir Barbara Kristín.