Bjórsala í Bretlandi er komin niður fyrir 5 milljarða lítra í fyrsta sinn síðan 1975. Reykingabann heldur því áfram að valda kráareigendum Bretlands vandræðum.

Samkvæmt frétt Telegraph eru ýmsir þættir að hafa afar slæm áhrif á breskar krár. Er þar um að ræða hærri skattlagningu á mjöðinn, minni neyslu hans og reykingabann.

27 barir loka nú á viku í Bretlandi og 1.200 hafa lokað síðastliðið ár.