Rannsókn Samsung á Galaxy Note 7 símum sínum sem áttu það til að brenna upp hefur sýnt að ástæðan var ekki síminn sjálfur heldur rafhlaðan. Staðfestir rannsóknin því það sem áður hefur verið haldið fram um málið.

Þurfti fyrirtækið að draga til baka alla framleiðsluna á símanum eftir að hafa áður dregið símana til baka og hleypt þeim svo á markað á ný.

Er afturköllunin talin hafa kostað fyrirtækið 5,3 milljarða Bandaríkjadala ásamt því að orðspor fyrirtækisins hefur borið mikla hnekki.

Samkvæmt skýrslunni felst vandinn í því að einangrunin innan rafhlöðunnar var ekki nægileg og að hönnunin gaf rafskautum rafhlöðunnar ekki nægilegt pláss.

Framleiddar af kínversku fyrirtæki

Rafhlöðurnar voru framleiddar af bæði dótturfyrirtæki Samsung sem og af kínverslu fyrirtæki sem heitir Amperex Technology.

Símarnir voru settir á markað í ágúst 2016 og áttu þeir að keppa við iPhone síma Apple, en í september þurfti fyrirtækið að innkalla um 2,5 milljón síma eftir kvartanir um ofhitnun og springandi rafhlöður.

Fyrstu fréttir af símum sem sprungu komu í fréttum 24. ágúst og innkallaði fyrirtækið símana 2. september af sjálfsdáðun. 9. ágúst lýstu öryggiseftirlit bandarískra stjórnvalda að símarnir væru ótryggir og lýsti yfir formlegri innköllun þeirra.

Síðan komu fréttir 5. október um að símar sem höfðu verið innkallaðir og svo leystir aftur út hefðu ofhitnað um borð í flugvél svo að Samsung innkallaði símana þann 11. október síðastliðna og hætti framleiðslu þeirra endanlega.