*

mánudagur, 30. mars 2020
Innlent 26. mars 2020 15:50

Ekki nægur sveigjanleiki

Þar sem sum fyrirtæki eru einungis með starfsemi hluta úr ári telur SAF að úrræði aðgerðaráætlunar nýtist ekki nægilega.

Ritstjórn
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þröstur Njálsson

Viðskiptablaðið sem kom út í dag fjallar ítarlega um aðgerðaráætlun stjórnvalda í efnahagsmálum til að bregðast við áhrifum útbreiðslu SARS-CoV-2 veirunnar, sem veldur Covid 19 sjúkdómum, hér á landi og áheimsbyggðina alla. Tekur blaðið til að mynda saman viðbrögð helstu hagsmunaaðila við áætluninni.

Samtök ferðaþjónustunnar telja að skilyrði um 40% tekjumissi fyrirtækja milli ára, til að þau geti fengið ríkisábyrgð á lánum, sé líklegt til að úrræðið nýtist ekki nægilega vel. Sum fyrirtæki séu aðeins með starfsemi hluta úr ári.

Skilyrði um að launakostnaður hafi verið fjórðungur af útgjöldum síðasta árs geti síðan undanskilið fyrirtæki sem sökum „dugnaðar og forsjálni“ tóku til í rekstri sínum áður en höggið skall á. Því sé mikilvægt að auka sveigjanleika skilyrðanna. Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri SAF.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.