Olíuráðherra Saudí Arabíu, Ali Naimi, telur að ekki sé nauðsynlegt að hægja á olíuframleiðslu. Hann segir olíumarkaðinn í ?jafnvægi" og að ekki sé ástæða til að að hafa áhyggjur af olíuframboði í vetur. Þetta kemur fram í samtali Naimi við Kuwait News Agency.

Naimi segir birgðastöðuna ?þægilega" og að olíuverð sé að ná jafnvægi eftir miklar hækkanir. ?Málið verður rætt á næsta OPEC-fundi," sagði Naimi.

Hann benti einnig á að olíuframleiðsla væri heldur meiri en eftirspurn en samt sem áður væri heimsmarkaður fyrir olíu á góðu róli.

Olíuráðherra Kuwait, Sheik Ahmad Fahad al-Ahmad al-Sabah, hefur einnig sagt að ekki sé nauðsynlegt að skera niður olíuframleiðslu.