Iceland Express má hugsanlega ekki markaðssetja sig sem flugfélag þegar áætlunarflug þess hefst til Noregs á næsta ári, að mati Túrista . Á vef Túrista segir að flugmálayfirvöld í Noregi hafi komist að þeirri niðurstöðu nýverið að ekki er nóg að hafa farþegaþotur á leigu til að mega kalla sig flugfélag þar í landi. Þau hafi samkvæmt þessu bannað forsvarsmönnum norska félagsins FlyNonStop að kynna sig sem flugfélag.

Fram kemur í umfjöllun Túrista um málið að FlyFlyNonStop hefur starfssemi á næsta ári og muni það bjóða upp á áætlunarferðir. Félagið hefur leigt þotur til rekstursins en ætlar ekki að gerast flugrekandi. Þetta er álíka rekstrarmódel og Iceland Express og WOW air nota.

Túristi bendir á að á danskri og sænskri heimasíðu Iceland Express kynnir félagið sig sem flugfélag. Ekki er jafn djúpt í árinu tekið á íslensku heimasíðunni heldur aðeins, að félagið haldi uppi áætlanaflugi. Á hinn bóginn kynnir Wow air sig sem íslenskt flugfélag.