„Í framtíðinni verður eftirspurn eftir orku hér meiri en framboðið. Við munum ekki geta orðið við öllum óskum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir ekki of mikla orku til hér á landi og því verði ekki hægt að verða við óskum allra sem vilji kaupa raforku af Landsvirkjun.

Hann benti m.a. á að fyrirtæki í orkufrekum iðnaði eigi ekki að geta gengið að því vísu að fá orku hér á landi.

Hörður sagði jafnframt stöðuna ekki það sem hann vilji sjá, það að meiri eftirspurn sé eftir orku en framboð. „Við viljum að þetta breytist í seljendamarkað, þ.e. að meira framboð verði eftir orku en til er,“ sagði hann.